Um Okkur

Hverju trúum við?

Við erum kirkja sem stendur með því sem kirkjan hefur trúað í gegnum aldirnar.

Við trúum á Guð Faðir, Guð Son og Guð Heilagan Anda, þríeinan Guð, og þörf allra einstaklinga á frelsara og friðþægingu synda sinna sem fæst einungis af náð fyrir trú á persónu og verk Jesú Krist, og að það sé eina von mannsins að standa réttlátir frammi fyrir Guði.

Okkar saga

Loftstofan Baptistakirkja hóf sunnudagssamkomur 18. ágúst 2013.

Markmið kirkjunnar frá upphafi var að vera kirkja sem kennir út frá fagnaðarerindinu í öllum kennslum, byrjar fleiri kirkjur Guði til dýrðar, og kirkja sem leggur út á það að leyfa Biblíunni að vera leiðirvísir kennslu kirkjunnar með því að predika í gegnum bækur í Biblíunni.

Samkomur hófust í samkomusal Bænahússins Skútuvogi 12g þann 18. ágúst 2013 en færðust svo yfir í Fjölbrautaskólan í Garðabæ Febrúar 2014.

Í janúar 2015 gerðist Emmanúel Baptistakirkja hluti af Loftstofan Baptistakirkja en í dag er Loftstofan eina Íslenskumælandi Baptsitakirkjan á Íslandi.

Sýn & markmið

Markmið Loftstofan Baptistakirkja er að gera Guð dýrðlegan í öllu sem við gerum, og höfum við Efesusbréf í huga sem segir:

Efesusbréf 3:21

Honum sé dýrð í kirkjunni og í Kristi Jesú um öll æviskeið, öld eftir öld. Amen.

Við trúum því að Guð gerist dýrðlegur okkur þegar við finnum hamingju okkar og gleði í honum, en sem kirkja sem finnur hamingju okkar og gleði í Jesú Kristi þá leitumst við einnig eftir að gera hann dýrðlegan með því að gerast hluti af hans áætlun til endurlausnar mannkynsins með því að fylgja þeirri skipun sem hann skildi eftir fyrir kirkju sína:

Matteusarguðspjall 28:18-20

Og Jesús kom til þeirra, talaði við þá og sagði: „Allt vald er mér gefið á himni og jörðu. Farið því og gerið allar þjóðir að lærisveinum, skírið þá í nafni föður og sonar og heilags anda og kennið þeim að halda allt það sem ég hef boðið yður. Sjá, ég er með yður alla daga allt til enda veraldar.“

Sem kirkja þá leitumst við eftir að fylgja þessu verkefni Krists í 3 skrefum:

Tengja inn

Vera notuð sem verkfæri í hendi Guðs til þess að tengja fólk inn í kirkjuna, samfélag trúaðara.

Tengja upp

Vera notuð sem verkfæri í hendi Guðs til þess að vera hluti af því að sjá fólk tengjast Guði og vaxa í trúnni.

Tengja út

Að vera kirkja notuð sem verkfæri í hendi Guðs til að senda fólk út að dreifa fagnaðarerindinu í sínu daglega samhengi, og byrja fleiri kirkjur.

Loftstofan hefur frá upphafi verið kirkja sem vill vera hluti af því að byrja fleiri kirkjur, og trúum við að besta leið kirkjunnar til að framkvæma það verkefni sem við sjáum Jesú skilja eftir fyrir lærisveina sína sé með því að byrja fleiri kirkjur.

Það tekur á sig mismunandi myndir, við viljum biðja fyrir nýjum kirkjum sem eru að byrja, styðja fjárhagslega kirkjur sem eru að byrja út um allan heim og senda fólk og peninga út úr kirkjunni okkar til að byrja fleiri kirkjur á Íslandi sem halda áfram að hafa fagnaðarerindið sem þungamiðju sína og byrja fleiri kirkjur.

Radstock Network

Loftstofan Baptistakirkja er hluti af Radstock Network, tengslanet fyrir kirkjur út um allan heim sem eru með það markmið að breiða út fagnaðarerindið.

Vertu hluti af sögunni

Kirkja er ekki bygging, staðsetning eða stofnun, kirkjan er samansafn af ófullkomnu fólki sem þráir að þekkja Jesú Krist, líkjast honum og gera hann þekktan í orði og hegðun.

Með þetta viðhorf á kirkjunni þá trúum við því að meðlimir hennar styrkja hana og styrkjast við að vera hluti af henni, því leitumst við eftir að vaxa sem kirkja, ekki einungis í því að sjá nýtt fólk sækja samkomur hjá okkur heldur gerast meðlimir og uppörvast af gjöfum annara en byggja einnig upp kirkjuna með gjöfum sínum.