Trúarjátning

Kafli ABiblían – Heilög ritning

Við trúum því að Biblían sé rituð af mönnum og hafi verið innblásin af Heilögum Anda á yfirnáttúrulegan hátt. Hún er sannleikurinn án villu í efni sínu. Þar af leiðandi er hún og mun vera allt til enda tímans hin eina fullmótaða og endanlega opinberun á vilja Guðs fyrir mannkynið. Hún er hin sanni miðpunktur kristinnar einingar og hið æðsta viðmið sem öll mannleg hegðun, allar trúarjátningar og skoðanir ættu að dæmast eftir.

Með orðinu ,,Biblían“ er átt við safn sextíu og sex rita frá Fyrstu Mósebók til Opinberunarbókarinnar. Eins og Biblían var upphaflega rituð felur hún ekki einungis í sér og færir okkur Orð Guðs, heldur ER hún sjálf Orð Guðs.

Með orðinu ,,innblásinn“ er átt við að bækur Biblíunnar voru ritaðar af heilögum mönnum til forna, er snortnir voru af Heilögum Anda. Það sem þeir rituðu niður var með slíkum skýrleika að rit þeirra voru innblásin á yfirnáttúrulegan hátt, sem og á orðréttan hátt og eru þau án villu í sínu upprunalega formi umfram það sem nokkur önnur rit hafa nokkurn tíma verið eða munu nokkurn tíma verða.

(2. Tímóteusarbréf 3.16-17; 2. Pétursbréf 1.19-21; Postulasagan 1.16; Postulasagan 28.25; Sálmarnir 119.160; Sálmarnir 119.105; Sálmarnir 119.130; Lúkasarguðspjall 24.25-27; Jóhannesarguðspjall 17.17; Lúkasarguðspjall 24.44-45; Sálmarnir 119.89; Orðskviðirnir 30.5-6; Rómverjabréfið 3.4; 1. Pétursbréf 1.2-3; Jóhannesarguðspjall 22.19; Jóhannesarguðspjall 5.45-47; Jesaja 8.20; Efesusbréfið 6.17; Rómverjabréfið 15.4; Lúkasarguðspjall 16.31; Sálmarnir 19.7-11; Jóhannesarguðspjall 12.48; Jóhannesarguðspjall 5.39)

Kafli BEining Guðs

Við trúum að það sé einn, og aðeins einn, lifandi og sannur Guð. Hann er andi, óendanlegur, gæddur vitund, skapari og hæsti drottnari himins og jarðar. Hann er ólýsanlega dýrðlegur í heilagleika, og verður allrar hugsanlegrar heiðrunar, trúnaðartrausts og kærleika. Í einingu Guðdómsins eru þrjár persónur, Faðirinn, Sonurinn og Heilagur andi. Þeir eru jafnir í öllum hinum guðdómlega fullkomleika og framkvæma skýr en aðgreind, en að sama skapi samstæð hlutverk í hinu mikla starfi endurlausnarinnar.

(2. Mósebók 20.2-3; 1. Mósebók 17.1; 1. Korintubréf 8.6; Efesusbréfið 4.6; Jóhannesarguðspjalll 4.24; Sálmarnir 147.5; Sálmarnir 83.18; Sálmarnir 90.2; Jeremía 10.10; 2. Mósebók 15.11; Opinberunarbókin 4.11; 1. Tímóteusarbréf 1.17; Rómverjabréfið 11.33; Markúsarguðspjall 12.30; Matteusarguðspjall 28.19; Jóhannesarguðspjall 17.5; Postulasagan 5.3-4; 1. Korintubréf 2.10-11; Filippíbréfið 2.5-6; Efesusbréfið 2.18; 1. Korintubréf 13.14)

Guð Faðirinn

Við trúum því að Faðirinn sé uppruni valds og krafts. Hann var að verki í sköpuninni og tekur þátt í frelsun, fyrirgefningu og sér fyrir þörfum manna.

(1. Korintubréf 15.24; Galatabréfið 1.1; 1. Pétursbréf 1.17; Postulasagan 17.22-31; 1. Korintubréf 8.6; Mateusarguðspjall 15.13; Jóhannesarguðspjall 6.37; Galatabréfið 1.4; Jakobsbréf 1.17-18; Matteusarguðspjall 6.14, 18.35; Matteusarguðspall 6.26, 32; Lúkasarguðspjall 11.13; Efesusbréfið 1.3, 17)

Guð Sonurinn

Við trúum því að Sonurinn sé holdtekja Guðs. Hann lýsir Föðurnum fyrir mönnum og mönnum fyrir Föðurnum. Hann var afl sköpunarinnar og er það afl sem viðheldur henni. Hann er upprisan, dómurinn og frelsari allra manna.

(Kólossubréfið 2.9; 1. Tímóteusarbréf 2.5; Jóhannesarguðspjall 1.1-3; Kólossubréfið 1.16-17; Jóhannesarguðspjall 10.28; 1. Korintubréf 8.6; Jóhannesarguðspjall 6.39-40, 11.25; Filippíbréfið 3.20-21; Matteusarguðspjall 17.27; Jóhannesarguðspjall 5.21; Postulasagan 17.31; Matteusarguðspjall 1.21; Jóhannesarguðspjall 3.17; Lúkasarguðspjall 19.10)

Guð Heilagur andi

Við trúum því að Heilagur andi hafi verið að verki í sköpuninni, og að í samskiptum hans við trúlausan heim haldi hann aftur af hinum illa anda uns ætlunarverk Guðs er fullkomnað. Hann sannar á heiminn synd og réttlæti og dóm. Hann ber vitni um sannleika fagnaðarendisins með boðun og vitnisburði. Hann er sá sem er að verki við endurfæðinguna. Hann innsiglar, umber, leiðir, kennir, ber vitni, helgar og hjálpar hinum trúaða.

(Jóhannesarguðspjall 14.16-17; Matteusarguðspjall 28.19; Hebreabréfið 9.14; Jóhannesarguðspjall 14.26; Lúkasarguðspjall 1.35; 1. Mósebók 1.1-3; 2. Þessalóníkubréf 2.7; Jóhannesarguðspjall 16.8-11; Jóhannesarguðspjall 3.5-6; Efesusbréfið 1.13-14; Matteusarguðspjall 3.11; Markúsarguðspjall 1.8; Lúkasarguðspjall 3.16; Jóhannesarguðspjall 1.33; Postulasagan 11.16; Lúkasarguðspjall 24.49; Jóhannesarguðspjall 16.13; Jóhannesarguðspjall 14.26; Rómverjabréfið 8.14, 16; 2. Þessalóníkubréf 2.13; 1. Pétursbréf 1.2; Rómverjabréfið 8.26-27)

Kafli CDjöfullinn eða Satan

Við trúum að Satan hafi eitt sinn verið heilagur og var aðnjótandi himnesks heiðurs. Vegna drambs og metorðafýsnar til að verða sem Hinn almáttugi féll hann og dró með sér herskara engla, og að hann er núna hinn illi valdhaf í loftinu og hin vanheilagi guð þessa heims. Við lítum svo á að hann sé hinn mikli freistari mannanna, óvinur Guðs og Krists, ákærandi hinna heilögu, höfundur allra falskra trúarbragða, stjórnandi andkrists og höfundur allra myrkra afla. Honum er ætlað engu að síður, að gangast undir lokaósigur fyrir atbeina Sonar Guðs og að fá dóm sem kveður á um eilífa hegningu í hel á stað sem honum og englum hans er búinn

(Jesaja 14.12-15; Esekíel 28.14-17; Jóhannesarguðspjall 12.9; Júdasarbréfið 6; 2. Pétursbréf 2.4; Efesusbréfið 2.2; Jóhannesarguðspjall 14.30; 1. Þessalóníkubréf 3.5; Matteusarguðspjall 4.1-3; 1. Pétursbréf 5.8; Sakaría 1.3; 1. Jóhannesarbréf 3.8; Matteusarguðspjall 13.25, 37-39; Lúkasarguðspjall 22.3-4; Opinberunarbókin 12.10; 2. Korintubréf 11.13-15; Markúsarguðspjall 13.21-22; 1. Jóhannesarbréf 4.3; 2. Jóhannesarbréf 7; 1. Jóhannesar bréf 2.22; Opinberunarbókin 13.13-14; 2. Þessalóníkubréf 2.8-11; Opinberunarbókin 19.11-20; 20.1-10; Matteusarguðspjall 25.41)

Kafli DSköpunin

Við trúum á frásögn fyrstu Mósebókar um sköpun heimsins. Sköpun mannsins var ekki viðfang þróunar eða breyitngar á tegund vegna þróunar, eða þróunar úr lægri mynd í æðri mynd um óendanlega tímarás. Allt mannlegt líf, dýralíf og plöntulíf var skapað milliliðalaust, og lögmálið sem Guð hefur komið á fót var að líf þeirra skyldi hvert um sig vera leitt fram einungis „eftir sinni tegund.”

(1. Mósebók 1.1; 2. Mósebók 20.11; Postulasagan 4.24; Kólossubréfið 1.16-17; Hebreabréfið 11.3; Jóhannes 1.3; Opinberunarbókin 10.6; Rómverjabréfið 1.20; Postulasagan 17.23-26; Jeremía 10:12; Nehemía 9.6; 1. Mósebók 1.26-27; 2.21-23; 1. Mósebók 1.11, 24)

Kafli ESyndafallið

Við trúum að maðurinn var skapaður saklaus samkvæmt lögmáli Skapara síns, en vegna afbrota sinna sem hann framdi af frjálsum vilja féll maðurinn úr syndlausri og hamingjusamri stöðu sinni. Afleiðing þessa syndafalls er að mannkyn allt er nú syndugt, ekki vegna þvingunar, heldur vegna þess að Adam valdi svo, þess vegna eru allir réttlátlega sakfelldir án málsbóta eða afsökunar sem ekki eru í Kristi.

(1. Mósebók 3.1-6, 24; Rómverjabréfið 5.12, 19; Rómverjabréfið 3.10-19; Efesusbréfið 2.1-3; Rómverjabréfið 1.18; Ezekíel 18.19-20; Rómverjabréfið 1.32; Rómverjabréfið 1.20, 28; Galatabréfið 3.22)

Kafli FMeyfæðingin

Við trúum að Jesús Kristur var getinn af Heilögum anda á yfirnátturulegan hátt. Hann fæddist af Maríu sem var mey. Enginn annar maður var nokkurn tíma fæddur né getur fæðst af konu á þennan hátt. Með þessari fæðingu er hann hvort tveggja Sonur Guðs og Guð Sonurinn.

(1. Mósebók 3.15; Jesaja 7.14; Matteusarguðspjall 1.18-25; Lúkasarguðspjall 1.35; Markúsarguðspjall 1.1; Jóhannesarguðspjall 1.14; Sálmarnir 2.7; Galatabréfið 4.4; 1. Jóhannesarguðspjall 5.20; 1. Korintubréfið 15.47)

Kafli GFriðþæging fyrir syndina

Við trúum því að frelsun syndara gerist að öllu leyti fyrir náð. Það er vegna milligöngu Sonar Guðs, sem samkvæmt fyrirsögn Föðurins tók sjálfviljugur á sig eðli okkar, en er samt sjálfur án syndar. Hann heiðraði hið guðdómlega lögmál með persónulegri hlýðni sinni. Með dauða sínum friðþægði hann fullkomlega fyrir syndir okkar, sem staðgengill okkar. Friðþæging hans fólst ekki í því að gefa okkur fordæmi með píslarvættisdauða sínum, heldur fólst hún í því að setja sjálfan sig sjálfviljugan í stað syndarans. Hann var Hinn réttláti sem dó fyrir hina óréttlátu, Kristur Drottinn sem bar syndir okkar á líkama sínum upp á krossinn. Hann reis upp frá dauðum og situr nú í hásæti á himnum og sameinar hina dásamlegu persónu sína hinni allra mildilegustu samkennd af guðdómlegri fullkomnun. Hann er á allan hátt hæfur þess að vera viðeigandi, samúðarfullur og allsendis fullnægjandi Frelsari.

(Efesusbréfið 2.8; Postulasagan 15.11; Rómverjabréfið 3.24; Jóhannesarguðspjall 3.16; Matteusarguðspjall 18.11; Fílemonsbréfið 2.7; Hebreabréfið 2.14; Jesaja 53.4-7; Rómverjabréfið 3.25; 1. Jóhannesarguðspjall 4.10; 1. Korintubréf 15.3; 2. Korintubréfið 5.21; Jóhannesarguðspjall 10.18; Fílemonsbréfið 2.8; Galatabréfið 1.4; 1. Pétursbréf 2.24; 1. Pétursbréf 3.18; Jesaja 53.11; Hebreabréfið 12.2; 1. Korintubréf 15.20; Jesaja 53.12; Hebreabréfið 9.12-15; Hebreabréfið 7.25; 1. Jóhannesarbréf 2.2)

Kafli HNáð í hinni nýju sköpun

Við trúum því að til þess að frelsast verði syndarar að endurfæðast. Endurfæðingin er ný sköpun í Kristi Jesú. Hún gerist tafarlaust og er ekki þróunarferill. Við endurfæðinguna gerist sá, sem er dáinn vegna misgjörða sinna og synda, þátttakandi í hinu guðdómlega eðli og móttekur eilíft líf sem er endurgjaldslaus gjöf Guðs. Hin nýja sköpun á sér stað á þann hátt sem er ofar skilningi okkar, ekki vegna menntunar, ekki vegna mannkosta, ekki vegna vilja mannsins, heldur að öllu leyti og eingöngu fyrir mátt Heilags anda, vegna sambandsins við guðdómlegan sannleika. Þetta á sér stað á þennan hátt með sjálfviljugri hlýðni okkar við fagnaðarerindið. Sannindamerkin um þessa nýju sköpun birtast í hinum heilögu ávöxtum iðrunar, trúar og endurnýjunar lífsins.

(Jóhannesarguðspjall 3.3; 2. Korintubréf 5.17; Lúkasarguðspjall 5.27; 1. Jóhannesarguðspjall 5.1; Jóhannesarguðspjall 3.6-7; Postulasagan 2.41; 16.30-33; 2. Pétursbréf 1.4; Rómverjabréfið 6.23; Efesusbréfið 2.11; 2. Korintubréf 5.19; Kólossseumenn 2.13; Jóhannesarguðspjall 3.8; Jóhannesarguðspjall 1.13; Galatabréfið 5.22; Efesusbréfið 5.9)

Kafli IEndurgjaldslaus frelsun

Við trúum á Guðs útveljandi náð. Gjafir frelsunar eru veittar endurgjaldslaust öllum mönnum með fagnaðarerindinu og það er aðkallandi skylda allra að taka við þeim af alúðlegri, iðrunarfullri og hlýðinni trú. Ekkert kemur í veg fyrir frelsun mesta syndara á jörðinni annað en eigin siðspilling hans og sjálfviljug höfnun fagnaðarboðskaparins. Þessi höfnun syndarans flækir hann í enn verri fordæmingu.

(1. Þessalóníkubréf 1.4; Kólossubréfið 3.12; 1. Pétursbréf 1.2; Títusarbréf 1.1; Rómverjabréfið 8.29-30; Matteusarguðspjall 11.28; Jesaja 55.1; Opinberunarbókin 22.17; Rómverjabréfið 10.13; Jóhannesarguðspjall 6.37; Jesaja 55.6; Postulasagan 2.38; Jesaja 55.7; Jóhannesarguðspjall 3.15-16; 1. Tímóteusarbréf 1:15; 1. Korintubréf 15.10; Efesusbréfið 2.4-5; Jóhannesarguðspjall 5.40; Jóhannesarguðspjall 3.18, 36)

Kafli JEilíft líf

Við trúum að til sé tímabundin trú, sem veitir ekki eilíft líf í Jesú Kristi. Sú tímabundna trú, ber ekki vott um andlegan ávöxt í lífi einstaklingsins. Til er trú sem leiðir til eilífs lífs sem ber vott um andlegan ávöxt í lífi hins trúaða. Eilíft líf er eingöngu grundvallað á mætti, verki og orði Guðs. Enginn sem móttekur eilíft líf getur misst það.

(Matteusarguðspjall 13.19-21; Jóhannesarguðspjall 2.23-25; 1. Jóhannesarbréf 2.19; Jóhannesarguðspjall 8.31-32; Kóloseubréfið 1.21-23; Rómverjabréfið 8.23; Hebreabréfið 1.14; Matteusarguðspjall 6.30; Sálmarnir 121.3; 1. Pétur 1.5; Fílemonsbréfið 1.6; Jóhannesarguðspjall 10.28-29; Jóhannesarguðspjall 16.8; Rómverjabréfið 8.35-39; Efesusbréfið 1.13, 14)

Kafli KRéttlæting

Við trúum að hin mikla gjöf fagnaðarerindisins, sem Kristur tryggir þeim sem trúa á hann sé réttlæting. Réttlæting felur í sér fyrirgefningu synda og gjöf eilífs lífs samkvæmt lögmáli réttlætis. Hún er ekki veitt sem endurgjald vegna neinna réttlætisverka sem við höfum innt af hendi, heldur eingöngu vegna trúar á blóð Endurlausnarans. Réttlæti hans er tilreiknað okkur.

(Postulasagan 13.39; Jesaja 53.11; Sakaría 13.1; Rómverjabréfið 8.1; Rómverjabréfið 5.9; Rómverjabréfið 5.1; Títusarbréfið 3.5-7; Rómverjabréfið 1.17; Hebreabréfið 2.4; Galatabréfið 3.11; Rómverjabréfið 4.1-8; Hebreabréfið 10.38)

Kafli LIðrun og trú

Við trúum að iðrun og trú séu alvarlegar skuldbindingar. Þetta tvennt eru óaðskiljanlegar náðargjafir sem mótaðar eru í sálum okkar fyrir tilverknað anda Guðs, sem vekur þær upp í okkur. Við það að finna sterklega til sektar okkar, hættunnar sem við erum stödd í og hjálparleysis okkar, jafnframt því að sannfærast um leið hjálpræðisins fyrir Krist, snúum við okkur til Guðs með falslausri eftirsjá, játningu synda og ákalli um miskunn. Við tökum þá við Drottni Jesú Kristi af öllu hjarta og viðurkennum hann og játum hann opinskátt sem okkar eina og algerlega fullnægjandi Frelsara.

(Postulasagan 20.21; Markúsarguðspjall 1.15; Postulasagan 2.37-38; Lúkasarguðspjall 13.13; Rómverjabréfið 10.8-13; Sálmarnir 51.1-4, 7; Jesaja 55.6-7; Lúkasarguðspjall 12.8; Rómverjabréfið 10.9-11)

Kafli MKirkjan

Við trúum að kirkja Krists sé söfnuður skírðra trúaðra sem tengjast böndum gegnum sáttmála trúar og samfélags fagnaðarboðskaparins. Félagarnir hlýða tilskipunum Krists, þeim er stjórnað af lögmálum hans og þeir fara með gjafir, réttindi og forréttindi sem þeim eru veitt vegna orðs hans. Vígðir embættismenn hennar eru forstöðumenn eða öldungar, en hæfnisskilyrði fyrir þá, það tilkall sem þeir geta gert og skyldur þeirra eru berum orðum skilgreindar í ritningunum. Við trúum að hið sanna boðunarhlutverk kirkjunnar komi fram í hinu mikla umboðsstarfi: í fyrsta lagi að afla einstakra lærisveina, í öðru lagi að byggja upp kirkjuna með skírnum, í þriðja lagi að kenna og leiðbeina eins og Hann hefur skipað fyrir um, sökum dýrðar Guðs.

Við teljum að kirkjan á hverjum stað hafi afdráttarlausan rétt til sjálfstjórnar, laus undan afskiptum hvers konar þrep- eða stigveldis einstaklinga eða stofnana og að hinn eini og sanni forstöðumaður sé Kristur gegnum hinn Heilaga anda. Það er grundvallað á ritningunni að sannar kirkjur skuli eiga með sér samstarf í að berjast fyrir trúnni og til boðunar og eflingar fagnaðarerindisins og að hver þeirra leggi ein og sér dóm á að hve miklu leyti og með hvaða aðferð hún eigi samstarf. Hver kirkja úrskurðar um eigin málefni er varða félagsaðild, stefnumál, stjórn, viðurlög og velgerðarmál. Viljaákvörðun kirkjunnar á hverjum stað er endanleg.

(Postulasagan 2.41-42; 1. Korintubréf 11.2; Efesusbréfið 1.22-23; 4.11; 1. Korintubréf 2.4; 8.11; Postulasagan 14.23; Postulasagan 6.5-6; 15.23; 20.17-28; 1. Tímóteusarbréf 3.1-12; Matteusarguðspjall 28.19-20; Kólossubréfið 1.18; Efesusbréfið 5.23-24; I Pétursbréf 5.1-4; Postulasagan 15.22; Júdasarbréf 3-4; 2. Korintubréf 8.23-24; 1. Korintubréf 16.1; Malakí 3.10; 3. Mósebók 27.32; 1. Korintubréf 16.2; 1. Korintubréf. 6.1-3; 1. Korintubréf 5.11-13; Efesusbréf 3:21)

Kafli NSkírn og kvöldverður Drottins

Við trúum að kristin skírn sé dýfing trúaðs manns í vatn í nafni Föðurins, Sonarins og Heilags anda samkvæmt leyfi kirkjunnar eins og lýst er í II. HLUTA, Kafla M. Þetta er gjört til að hafa í frammi hátíðlegt og fagurt tákn trúar okkar á hinn krossfesta, grafna og upprisna Frelsara og áhrif þess eru dauði okkar gagnvart synd og upprisa til nýs lífs. Þetta er forsenda fyrir þeim forréttindum sem felast í sambandinu við kirkjuna og fyrir brauðsbrotningu, en með henni er félögum í kirkjunni ætlað að minnast í sameiningu kærleika Krists með helgri notkun brauðs og víns, er hann gekk dauðanum á hönd. Áður en að þátttöku kemur verður ávallt að eiga sér stað alvarleg sjálfskoðun.

(Postulasagan 8.36-39; Matteusarguðspjall 3.6; Jóhannesarguðspjall 3.23; Rómverjabréfið 6.4-5; Matteusarguðspjall 3.16; 28.19; Rómverjabréfið 6.3-5; Kólossubréf 2.12; Postulasagan 2.41-42; Matteusarguðspjall 28.19-20; 1. Korintubréf 11.23-28)

Kafli OHinn réttláti maður og hinn illi maður

Við trúum að það sé róttækur og eðlislægur munur á réttlátum manni og syndsamlegum manni. Einungis þeir sem vegna trúar eru réttlættir í nafni Drottins Jesú og helgaðir af anda Guðs okkar eru sannlega réttlátir að mati hans. Allir sem halda áfram göngu sinni án yfirbótar og í vantrú eru vondir í augsýn hans og eru undir bölvuninni. Þessi greinarmunur gildir meðal manna bæði í dauða og eftir dauðann. Hinir réttlátu hljóta eilífa hamingju og hinir illu hljóta eilífa, meðvitaða þjáningu.

(Malakí 3.18; 1. Mósebók 18.23; Rómverjabréfið 6.7-18; Orðskviðirnir 11.31; 1. Pétursbréf 4.18; Rómverjabréfið 1.17; 1. Korintubréf 15.22; Postulasagan 10.34-35; 1. Jóhannesarbréf 2.39; 3.7; Rómverjabréfið 6.16; 1. Jóhannesarbréf 5.19; Galatabréfið 3.10; Rómverjabréfið 7.6; Rómverjabréfið 6.23; Orðskviðirnir 14.32; Lúkasarguðspjall 16.25; Matteusarguðspjall 25.34, 41; Jóhannesarguðspjall 8.21; Lúkasarguðspjall 9.26; Jóhannesarguðspjall 12.25; Matteusarguðspjall 7.13-14)

Kafli PBorgaraleg stjórnvöld

Við trúum að borgaraleg stjórnvöld séu samkvæmt guðlegri skipun vegna hagsmuna og góðrar reglu í mannlegu samfélagi. Bera skal fram bænir fyrir dómurum, þeim samviskusamlega sýndur heiður og þeim hlýtt nema í málefnum sem eru andstæð vilja Drottins vors Jesú Krists. Kristur er eini Drottinn samviskunnar og verðandi Konungur konunga jarðarinnar.

(Rómverjabréfið 13.7; 2. Samúelsbók 23.3; 2. Mósebók 18.21-22; Postulasagan 23.5; Matteusarguðspjall 22.21; Títusarbréfið 3.1; 1. Pétursbréf 2:13-17; Postulasagan 5.29; Postulasagan 4.19-20; Daniel 3.17-18; Matteusarguðspjall 23.10; Matteusarguðspjall 10.28; Opinberunarbókin 10.6; Filippíbréf 2.10-11; Sálmarnir 72.11; Opinberunarbókin 1.5)

Kafli QUpprisa og endurkoma Krists

Við trúum og viðurkennum hinar helgu ritningar varðandi þessi málefni að öllu leyti eins og þær koma fyrir. Kristur reis upp í líkamanum á þriðja morgni eftir líkamsdauða sinn. Hann sté upp til hægri handar hásætis Guðs. Hann lifir sem æðsti prestur okkar frammi fyrir Guði. Hann mun koma aftur í líkamanum í eigin persónu og sýnilega hingað til jarðar. Hann mun reisa upp alla hina dauðu hjá mannkyni til eilífðarlíkama og breyta öllum lifendum meðal mannkyns til eilífðarlíkama. Hann mun þá færa frá hina réttlátu til eilífrar blessunar og hina vondu til eilífrar refsingar.

(Matteusarguðspjall 28.6-7; Lúkasarguðspjall 24.39; Jóhannesarguðspjall 20.27; 1. Korintubréf 15.4; Markúsarguðspjall 16.5; Lúkasarguðspjall 24.2-6; Postulasagan 1.9, 11 Lúkasarguðspjall 24.51; Markúsarguðspjall 16.19; Opinberunarbókin 3.21; Hebreabréfið 8.1; 12.2; Hebreabréfið 8.6; 1. Tímoteusarbréf 2.5; 1. Jóhannesarguðspjall 2.1; Hebreabréfið 2.17; 5.9-10; Jóhannesarguðspjall 14.3; Postulasagan 1.11; 1. Þessalóníkubréf 4.16; Matteusarguðspjall 24.27; 25.13; Jakobsbréfið 5.8; Matteusarguðspjall 24.42; Hebreabréfið 9.28; 1. Þessalóníkubréf 4.16; 1. Korintubréf 15.27; Matteusarguðspjall 25.13; Jakobsbréfið 5.8; Matteusarguðspjall 24.42; Hebreabréfið 9.28; 1. Þessalóníkubréf 4.16; 1. Korintubréf 15.42-44, 51-53; 1. Þessalóníkubréf 4.17; Fílemonsbréfið 3.20-21; Lúkasarguðspjall 1.32; Jesaja 9.6-7; 1. Korintubréf 15.25; Jesaja 32.1; Jesaja 11.4-5; Sálmarnir 72.8; Opinberunarbókin 20.1-4, 6)

Kafli RTrúboð

Við trúum að Kristur skipi kirkju til að vera virka í krafti Heilags anda til boðunar fagnaðarerindisins um heim allan. Hennar er að biðja og kappkosta að geta tekið þátt með því að gefa fjárhagslegan stuðning til trúboða, uppörva þá, senda frá sér trúboða og að hver og einn leitist eftir því að gera verk trúboða í sínu daglega lífi.

(Matteusarguðspjall 28.18-20; Markúsarguðspjall 16.15; Jóhannesarguðspjall 20.21; Postulasagan 1.8; Filippíbréf 4.10-17; Filippíbréð 2.25; 2. Tímóteusarbréf 4.11; Rómverjabréfið 10.13-15; Postulasagan 13.2-3; 2:47; 4:19-20)

Kafli SSú náðargjöf að gefa

Að gefa öðrum á grundvelli ritninganna er eitt af undirstöðuatriðum trúarinnar. Fyrir þá náð sem okkur er gefin þá trúum við því að hver og einn eigi að gefa, fylgjandi fordæmi Krists í gjafmildi, og Guði til dýrðar að hjálpa að byggja upp kirkju Krists.

(2. Korintubréf 8.7-9; 1. Korintubréf 16.2; Hebreabréfið 7.2-4; Matteusarguðspjall 23.23; 3. Mósebók 27.30; Malakí 3.10; Postulasagan 4.34-37)

Kafli USáttmáli Samfélagsins

Við trúum því að við höfum verið leidd af anda Guðs til að meðtaka Drottinn Jesú Krist sem Frelsara okkar og á grundvelli játningu trúar okkar verið skírð í nafni Föðurins, Sonarins og Heilags anda. Í návist Guðs, engla og þessa samfélags gerum við nú með mikilli gleði sáttmála hvert við annað sem einn líkami í Kristi.

Við skuldbindum okkur þess vegna, fyrir hjálp Heilags anda, til að ganga saman í kristilegum kærleika, til að vinna að framför þessarar kirkju í þekkingu, heilagleika og huggun. Við munum stuðla að velgengni hennar og andlegri velferð, viðhalda tilbeiðslu hennar, reglum hennar, aga og trúarkenningum og meta hana meira en allar stofnanir af mannlegum uppruna. Með gleði munum við leggja af hendi til stuðnings, framfærslu og útgjalda kirkjunnar, til hjálparstarfs hennar, stuðning við fátæka og til hlutverks kirkjunnar við boðun og útbreiðslu fagnaðarerindisins meðal allra þjóða.

Við skuldbindum okkur að halda reglulegar persónulegar bæna- og biblíustundir fyrir einstaklinga og sameiginlegar bænastundir fyrir fjölskyldur og við munum reyna styðja einstaklinga og fjölskyldur við að leitast eftir kristilegri frelsun annarra fjölskyldumeðlima og ættingja sinna, vina og kunningja. Við munum reyna að fremsta megni að gæta hegðunar okkar í daglegu lífi og vera réttlát í samskiptum, áreiðanleg í skuldbindingum okkar og vera til fyrirmyndar í allri hegðun okkar. Við munum forðast allt slúður, baktal, óhóflega reiði og hvers konar ölvun og ganga fram af viðleitni til eflingar konungsríkis Frelsara okkar.

Enn fremur skuldbindum við okkur til að vaka hvert yfir öðrum með bróðurlegum kærleika, minnast annarra í bæn og hjálpa öðrum í sjúkdómum og neyð. Við munum leitast við að iðka með okkur kristilega samkennd í skoðunum okkar og velvild í tali. Við munum vera sein til að móðgast, en ávallt reiðubúin til sátta og að ganga frá sáttum þegar í stað, eins og Frelsari okkar bauð.

Við skuldbindum okkur, þar að auki, að þegar við förum frá þessum stað munum við eins skjótt og unnt er sameinast annarri kirkju þar sem við getum framkvæmt anda þessa sáttmála og meginreglur orðs Guðs.

(Efesíus 4:1-6:18; Filippíbréf 2:1-16; Kólossubréf 3:1-4:6)